Í myrkrinu stappa þeir stálinu

Punktar

Fyrstur að nefna hugarfar byrgisbúa Alþingis og embætta, svo að ég viti, var Páll Ásgeir Ásgeirsson bloggari. Hann sagði: “Þetta er stundum kallað “bunker mentality”. Bunker þýðir byrgi, og þeir sem eru lokaðir saman inni í byrgi ná oft einhliða samstöðu um þá heimsmynd, sem blasir við út um skotraufar byrgisins. Þeir stappa stálinu hver í annan á dimmum nóttum, sannfærðir um að stríðið sé í þann veginn að vinnast, því líkingin er komin úr hernaði.” Frægasta dæmið um veruleikafirrt hugarfar í neðanjarðarbyrginu var Kastljós Lúðvíks Bergvinssonar þingflokksformanns um daginn.