Í lífsins ölduróti

Punktar

Flokkarnir eru komnir langt frá uppruna sínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur færzt frá sósíaldemókratískum flokki Ólafs Thors. Er orðinn að pilsfaldaflokki fyrir fjármálabófa, sem mjólka ríkissjóð með einkavinavæðingu. Vinstri græn eru hvorki vinstri né græn, heldur sveitaíhald að hætti gömlu Framsóknar. Framsókn missti ruglaðan formann, sem lofar gulli og grænum skógum. Svo er slæðingur af litlum flokkum, sem skjótast í eyðurnar hjá reköldum gömlu flokkanna. Píratar eru eini flokkurinn með framtíðarsýn, heilbrigðan eigin fjárhag og ungan og greindan mannskap. Sá flokkur greinir frá tekjum og útgjöldum við heillandi stefnu sína.