Í endurhæfingu

Punktar

Þekkt sjónvarps- og fegurðardís kynnir SÍBS í auglýsingum með föður sínum. Í viðtali DV við hana var faðirinn skilgreindur fatlaður og öryrki. Hún segir þetta ekki rétt, faðirinn sé í endurhæfingu. Hún var ósátt við orðaval DV og taldi sig hafa loforð um að fá að stýra DV að þessu og ýmsu öðru leyti. Í seinni tíð hafa aukizt kröfur fólks, sem lifir í fjölmiðlum, um að stýra, hvernig fjallað er um hagi þess í fjölmiðlum. Samkvæmt nýjum siðareglum DV er sérstaklega tekið fram, að starfsfólki ritstjórnar er ekki heimilt að afla viðtals með því að gefa kost á ritskoðun þess.