Hvítþvottarnefnd kerfiskarla

Punktar

Tveir kerfiskarlar hafa verið skipaðir í hvítþvottarnefnd stjórnvalda og bíða þar eftir einni kerfiskerlingu. Hvorki hef ég trú á, að Páll Hreinsson hæstaréttardómari né Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður efist um, að ríkið hafi alltaf rétt fyrir sér. Þeim hefur verið falið að finna, að þjóðarhrunið sé engum að kenna. Það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Og enginn beri á því neina ábyrgð. Ferill þeirra bendir til, að þeir séu innvígðir og innmúraðir lögfræðingar, sem ekki muni sjá nein lögbrot. Eina vitið var að skipa bara útlendinga í rannsóknarnefnd um þjóðarhrunið.