Sjálfstæðið og Samfylkingin hafa forgangsröðina á hreinu. Flokkarnir efla sérsveit löggunnar af ótta við að missa völdin. Þeir draga hins vegar saman efnahagsbrotadeild löggunnar af vilja til að slá striki yfir fjárhagsleg lögbrot hvítskyrtunga. Þeir vilja til dæmis hindra, að augljós lögbrot í græðgisbönkunum leiði til vitrænna lögreglurannsókna. Því telja Sjálfstæðið og Samfylkingin heppilegt að hafa svipað gæfuleysi í könnun efnahagsbrota og verið hefur undanfarin ár. Takmarkið er, að hvítflibbaglæpir teljist ekki. Forgangsröðin er skýr.