Hvimleitt sjónvarp

Punktar

Kappræður flokksformanna í sjónvarpinu voru kjósendum til lítillar hjálpar við að ákveða sig. Allt í hefðbundnum stíl. Ábyrgðarmennirnir á hruni heilsugeirans lofuðu og lugu öllu fögru á næsta kjörtímabili. Ekki þýðir að spyrja pólitíkus, hvað hann vilji gera. Það verður að spyrja hann, hvað hann geri. Að vilja er annað en að gera. Sigmundur hrokaðist að venju, þóttist ekki vita, hver Kári væri. Einkum kynnti fundurinn formenn lítilla flokka, sem hafa varla mælst með fylgi. Þeir stóðu sig betur en kjaftaskúmar stóru flokkanna, sérstaklega Inga Snædal hjá Flokki fólksins. Illa stóðu sig Benedikt og Oddný Harðar. Hvimleitt sjónvarpsefni.