Fráleitt er að setja upp sextíu manna herlögreglu og leyniþjónustu. Þjóðin þarf aðra löggæzlu. Hún vill, að löggan anni alvarlegum glæpum á borð við ofbeldi og nauðganir. Hún vill, að löggan sinni skýrslum og láti mál ekki tefjast eða fyrnast. Hún vill, að löggan anni hversdagsverkum úti á götum. Stöðvi ólöglegar bílastöður, líka veggjakrot og pissukalla og aðra dólga. Þetta eru daglegir hlutir, sem fela í sér, að borgarar séu öruggir og búi í siðmenntuðu samfélagi. Löggan sinnir fáu þessu, skráir tæpast mál og lætur þau fyrnast. Hversdagsleg atriði eru þó brýnni en órar Björns og Haraldar.
