Hvers vegna lág laun?

Greinar

Vaxandi ólga er nú meðal láglaunafólks í landinu. Forustumenn þess benda á, að Ísland hefur dregizt mjög verulega aftur úr nágrannalöndunum í kaupmætti láglauna. Þetta er alveg rétt og er í rauninni eitt allra alvarlegasta vandamál þjóðarinnar.

Mikilvægt er að kryfja til mergjar orsakir þeirrar óheillaþróunar, sem hefur gert Ísland að láglaunalandi. Hvað kostar það til dæmis þjóðina, að fjármagn hennar skuli ekki fá að leita uppi þá starfsemi, sem gefur beztan arð og hæst laun, vegna þess að stjórnmálamennirnir hafa vald til að beina því í pólitíska farvegi? Og hvað kostar það til dæmis þjóðina að verja milljörðum til að halda úti landbúnaði?

Það verður nefnilega að ráðast að rótum meinsins, ef bæta á kaupmátt láglauna á varanlegan hátt.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið