Selji Orkuveitan fyrirtæki lífeyrissjóðanna hlut í Hverahlíðarvirkjun, er búið að einkavæða orkuverið. Lífeyrissjóðirnir geta selt öðrum þennan hlut, til dæmis útlendingum. Þetta er í rauninni sama málið og salan á HS Orku til sænsks póstkassa í eigu Ross Beaty. Það er stórpólitísk ákvörðun að leyfa þessa sölu. Meirihluti Samfylkingar og Besta í stjórn Orkuveitunnar tekur samt þessa ákvörðun. Án þess að bera hana undir sinn pólitíska yfirboðara, borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er gott dæmi um einkavæðingu í laumi. Hún heldur áfram í ýmsum myndum, þrátt fyrir hugmyndafræðilegt hrun árið 2008.