Hver verndar okkur fyrir löggunni?

Punktar

Óskar Þór Guðmundsson, stjórnarmaður í löggufélaginu, hefur í Mogga hótað mér og teimur öðrum. Fórnardýr hans eru nánar tiltekið Þráinn Bertelsson rithöfundur, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty, og ég. Óskar skrifar: “Og það er líklegt að þeir, sem hafa yfirgnæft umræðuna um Taser valdbeitingartækið séu akkúrat þeir sem eru stundum í þeim aðstæðum að tækið yrði jafnvel notað gegn þeim.” Ég hef ekki orðið var við, að Óskar hafi sætt áminningu vegna þessa. Og við þremenningarnir hljótum að spyrja: Hver verndar okkur fyrir löggunni, þegar hún hefur fengið rafbyssurnar.