Kominn er tími til, að reynt verði að svara spurningunni um, hversu mikið fé var haft af ríkinu, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gripu inn í einkavæðingu ríkisbankanna og gerðu hana að einkavinavæðingu í þágu þeirra aðila, sem að lokum eignuðust bankana. Síðan er það lögfræðilegt atriði að meta, hvort einstaklingar eða hópar geti lögsótt þá tvo fyrir brotin. Sjálfsagt er að láta kanna, hvort ábyrgð stjórnmálamanna á atferli sínu er aðeins pólitísk og hvort þeim leyfist að umgangast verðmæti þjóðarinnar eins og sína eigin einkafjármuni eða hvort þeir bera raunverulega ábyrgð.