Svonefnd Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir einkavinavæðinguna vera í lagi hjá Jórunni Frímannsdóttur. Hún hafnaði þrjátíu milljón króna tilboði SÁÁ í úrræði fyrir vímuefnasjúklinga. Og tók fjörutíu milljón króna tilboði einkavina sinna í staðinn. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir þetta vera hið bezta mál. Hver er þessi Innri endurskoðun? Eru það rónarnir á Austurvelli? Eru það aðrir einkavinir Jórunnar? Af hverju segja fjölmiðlar okkur ekki, hverjir eru nafnleysingjarnir í Innri endurskoðun. Firrt stjórnsýsla er illskárri, ef hún er sýnileg fyrir opnum tjöldum.