Allt er í hálfkveðnum vísum hjá Geir Haarde. Enn er útilokað að skilja, hvað hann á við með yfirlýsingum sínum um stuðning við eigendur sparifjár á IceSave reikningum. Er hann að tala um, að brezka stjórnin geti hrifsað IceSave, og innheimt útistandandi skuldir? Og notað þær til að greiða sinn hluta stuðningsins? Lendir þá öll upphæðin af lögbundinni tryggingu á herðar íslenzka ríkisins? Af hverju hefur Geir þá nokkrum sinnum sagzt vona, að innistæður dygðu fyrir ábyrgðum íslenzka ríkisins? Var hann þá að ljúga að okkur? Hvenær er hann að ljúga að Bretum og hvenær að okkur?