Hvatakerfi í Landsbankanum

Punktar

Bófarnir láta ekki að sér hæða. Koma úr skúmaskotunum hver á fætur öðrum. Ýta bönkunum í sama farveg og fyrir hrun. Bankasýsla ríkisins hjálpar þeim við að koma sér fyrir. Fulltrúar hennar í bönkunum styðja mótun bankanna í sömu mynd og fyrir hrun. Bankaráð sjálfs ríkisbankans hefur samþykkt að taka aftur upp bónuskerfi að hætti hrunbanka. Formaður bankaráðsins kemur fram í sjónvarpi til að reka áróður fyrir ruglinu. Kallar það hvatakerfi. Sagði þó sannleiksnefndin, að bónuskerfin væru ein af orsökum hrunsins. Bankasýslan valdi Gunnar Helga Hálfdánarson sem formann bankaráðsins. Hvers vegna?