Strætó hefur tekið í notkun tvo metanvagna, sem ganga fyrir rusli úr Sorpu. Slík endurvinnsla er gagnleg, en metan nær mjög skammt og er engan vegin sambærilegt við vetnið, sem getur leyst olíur af hólmi í samgöngum. Ég saknaði þess, að enginn minntist á stöðu vetnisins, þegar þeir voru að hossa sér á metaninu. Hafa pólitíkusar landsins gleymt því eins og Hjálmar Árnason, að til stóð, að Ísland yrði fyrsta vetnislands heimsins. Eða eru þeir bara að hala í land? Ekkert hefur komið í ljós, sem á að hindra sigur vetnisins sem orkugjafa.