Hvar er Pútín núna?

Punktar

Ef ríkisvaldið heldur ekki velli í hruninu, hrynur allt annað líka, þar á meðal sjóðir, sem eiga ríkispappíra. Geir Haarde er í samningum sínum við erlenda aðila kominn út fyrir yztu mörk hins mögulega. Hann getur ekki leyst allan vanda alls staðar. Hann getur ekki tekið á sig skuldbindingar, sem eru utan við lagalegar skuldbindingar. Hann getur ekki selt þjóðina í ánauð. Er það er þetta, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn heimtar? Þá spyr ég, hvar er Pútín? Þegar kerfi frjálshyggjunnar hrynur, keppast valdamenn Vesturlanda við að knésetja þann veikasta, er ekkert getur, Geir H. Haarde.