Hvar er beztur kvöldmatur?

Punktar

Fljótlega eftir að ég byggði á Fornuströnd árið 1972, þekkti ég flesta í götunni. Við vorum í góðu sambandi við nokkra nágranna eins og í hverju öðru þorpi. Krakkarnir hlupu milli húsa og fundu út, hvar bezt væri að fá kvöldmat þann daginn. 36 árum síðar eru flestir fluttir, sumir látnir. Nú þekki ég fæsta í götunni. Á þessum tíma hefur vinskapur breyzt. Það er ekki lengur nábýlið, sem heldur fólki saman, heldur internetið. Kristín er núna í klukkustundar tölvusímtali við Florida á Skype. Ég ligg á netinu tvo tíma á dag. Fólk á vini í öðrum álfum, en þekkir ekki fólkið í sama stigagangi.