Samkvæmt útgönguspám mun flokkur Ali Sistani erkiklerks eiga rúman helming af atkvæðunum í kjörkössum Íraks, sem nú er verið að telja. Enginn veit, hvað hann gerir við völdin. Hitt er vitað, að hann neitar beinlínis að tala við yfrvöld bandaríska hernámsliðsins. Ekki er hann því líklegur til að þjóna hagsmunum þess. Hann vildi fá þessar kosningar, af því að þær munu leiða trúflokk sjíta til valda í Írak og af því að þær eru fyrsta skrefið að flótta hers Bandaríkjanna frá Írak. Richard Cohen skrifar um þetta mál í Washington Post.