Hvað sem er út í loftið

Punktar

Alþingi hefur sett lög um, að fólk þurfi að taka íslenzkupróf til að fá ríkisborgararétt. Jónína Bjartmarz var búinn að ná inn tengdasyninum. Prófið er hins vegar ekki til, engar leiðbeiningar heldur. Skriffinnar búa það til seinna. Eins og embættismenn Lánasjóðs námsmanna. Þeir úrskurðuðu, að sjö námsmenn alls mættu fá fyrirgreiðslu, sem ráðherra ákvað fyrir alla. Þegar útlendingarnir verða stráfelldir, munu þingmenn segja: “Mér var sagt, að þetta yrði ekki svona.” Þeir sögðu það, þegar sjúkraskatturinn var hækkaður tvöfalt meira en þeir héldu. Eru vanir að samþykkja hvað sem er út í loftið.