Hústökufólk á Alþingi

Punktar

Þingmenn Framsóknar hafast enn við í herbergi, sem þeir hafa hernumið í Alþingishúsinu. Neita að fara í minna herbergi, sem hæfir fámenni flokksins. Hústökumönnum er gramt í geði. Neita að ræða annað en sögulegan rétt sinn til herbergisins frá þeim tíma, þegar flokkurinn var stór. Fundur þingflokka um Evrópu fór allur í að hlusta á grátinn út af herberginu. Þetta er Alþingi í dag. Lögregla hefur enn ekki verið send á vettvang til að saga hurðina og bera lögbrjótana burt. Vafalaust bregzt hún samt skjótt við. Það hefur hún gert annars staðar í bænum, þar sem andsetið hústökufólk hefur verið kært.