Hún svindlar – þú borgar

Punktar

Mjólkursamsalan seldi sjálfri sér og skyldum aðila, Kaupfélagi Skagfirðinga, mjólk við vægu verði, nánast ókeypis. Okraði hins vegar árum saman á sömu vöru til Mjólku, samkeppnisaðilans. Er Mjólka nálgaðist gjaldþrot, keypti Kaupfélag Skagfirðinga Mjólku og verðið lækkaði. Þá sneri Mjólkursamsalan sér að okri á nýju fyrirtæki, Kú. Í verðlaunaskyni fyrir glæpsamlega viðskiptahætti gerði ríkisstjórnin tíu ára samning um mikinn ríkisstuðning við Mjólkursamsöluna og Kaupfélagið. Mjólkursamsalan fékk loks hálfs milljarðs stjórnvaldssekt fyrir okrið. Hálfa milljarðinn hyggst hún, að Framsóknarsið, leggja á herðar neytenda.