Hún hittir ekki bófana

Punktar

Réttilega hyggst Jóhanna Sigurðardóttir forsætis ekki ávarpa Viðskiptaþing. Þar eru á ferli mestu öfgasamtök landsins, þar sem hrunverjar sitja í röðum. Þingið hefur árum saman predikað óhefta græðgi í fjármálum og algeran skort á eftirliti af hálfu hins opinbera. Ríkisstjórnir hrunverja höguðu sér eftir fyrirmælum Viðskiptaþings hverju sinni. Þannig var þjóðin dregin fram á brún hengiflugs og henni sparkað fram af því. Gera þarf allt öfugt við fyrirmæli Viðskiptaþings. Það væri dónaskapur við þjóðina, ef forsætisráðherra legðist svo lágt að ávarpa helztu samkomu bófaflokksins. Jóhanna tók rétta ákvörðun.