Hún er ær af frekju

Punktar

Engin væntanleg tengdamóðir fær aðra eins fyrirgreiðslu og Jónína Bjartmarz. Aðrar tengdamæður þurfa að sætta sig við langa biðlista, meðan ráðherrann fær forgang. Hún er ekki ein um svindlið, fékk liðsinni formanns allsherjarnefndar, Bjarna Benediktssonar. Svindlið var framið í þágu Jónínu. Samt er hún hin hortugasta, heimtar afsökunarbeiðni sjónvarpsins fyrir að fjalla um það. Ella hótar hún að kæra til siðanefndar blaðamanna. Sú nefnd er að vísu aumasta nefnd landsins. En tekur þó tæpast þátt í að magna yfirgengilegan hroka ráðherra, sem eru orðnir ærir af frekju.