Ég les alltaf Smáfuglana á vefmiðlinum AMX. Ófyrirleitnir og vel skrifaðir með næmri tilfinningu fyrir húmor og háði. Höfundurinn er gamall vinnufélagi minn, Jónas Haraldsson. Ég hef ekkert við Smáfuglana að athuga annað en að BloggGáttin flokkar þá ranglega sem fréttir. Þeir eiga að flokkast sem blogg. Eins og BloggGáttin flokkar Kaffistofuna á Pressunni réttilega sem blogg. Kaffistofan er svipaðs eðlis og Smáfuglarnir, skrifuð af Birni Inga Hrafnssyni ævintýramanni. Hún er hins vegar ekki fyndin, skortir leiftrandi húmor nafna míns á AMX. Húmor og háð eru sönn list, sem ekki er öllum gefin.