Réttmæt er krafa fólks um, að Reynir Traustason segi, hver leynimaðurinn sé. Sá, sem hótaði ritstjóranum að stöðva útkomu DV, ef birt væri meinlaus frétt um Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóra. Þar var sagt, að Sigurjón væri að vinna sem ráðgjafi í húsnæði bankans. Reynir segist ekki geta sagt, hver hótaði. Það er hálfkveðin vísa að segja, að það sé einhver, en ekki hver. Lesendur og starfsmenn blaðsins eiga það inni hjá Reyni, að hann upplýsi málið. Allar stofnanir í samfélaginu líða fyrir skort á trausti. Við þurfum því á auknu gegnsæi að halda. Reynir getur riðið sínum fjölmiðli á vaðið.