Flestir alþingismenn neita að segja frá greiðslum og öðrum stuðningi, sem þeir hafa þegið. Einkum eru þingmenn Sjálfstæðis og Framsóknar tregir að upplýsa, hverjir hafi borgað þáttöku þeirra í prófkjöri. Vilja auðvitað ekki upplýsa, hverjir eiga þá. Vilja ekki játa fyrirgreiðslur í bönkum umfram aðra viðskiptamenn. Sömu flokkar tregðast við að opna bókhald sitt fyrir ríkisendurskoðanda samkvæmt lögum. Helzt eru það þingmenn Vinstri grænna, sem telja sig ekki þurfa að fela neitt. Hér skortir lög um gegnsæi í kostnaði og tekjum og fríðindum þingmanna. Þeim er auðvitað ekki treyst.