Hugsa eins og þeir tala

Punktar

Sumir muna eftir Roy Hattersley úr þorskastríðunum í gamla daga. Hann er fyrir löngu hættur í pólitíkinni og skrifar núna kjallaragreinar í Guardian. Hann segir þar, að þeir sem tala eins og Donald Rumsfeld, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna, hugsi á sama hátt. Stjórnmálamenn, sem hugsi eins og Rumsfeld, séu hættulegir. Hann segir, að George W. Bush sé álíka hrokafullur og Rumsfeld, en munurinn sé þó sá, að Bush eigi erfitt með að tjá hættulegar hugsanir sínar á ensku. Í framhjáhlaupi má geta þess, að Íslendingar voru heppnir að afgreiða sín þorskastríð löngu áður en vestræn heimspólitíkin lenti í klóm ofbeldissjúklinga á borð við Rumsfeld og Bush.