Hugrökk Benazir

Punktar

Benazir Butto var stórþjófur, sem notaði pólitísk embætti til að skara eld að eigin köku. Þannig hafa flest mikilmenni í Pakistan raunar verið. En hún var líka hugrökk stjórnmálakona, sem hætti lífi sínu gegn illfyglum trúarofsans. Hún var drepin af öflum í leyniþjónustu hersins, sem eru höll undir ofsatrú að hætti alKaída. Musharraf forseti ber óbeina ábyrgð, því að drápið var skipulagt í innsta hring hans. Andlát hennar er reiðarslag fyrir vestrið, því að hún hafði vestræn sjónarmið. Meiri líkur eru nú á uppgangi ofstækismanna í þessu misheppnaða og stjórnlausa og vonlausa kjarnorkuríki.