Huglausir Hollendingar

Punktar

Hollenzka ríkisstjórnin hótaði í gær að afnema borgararétt Ayaan Hirsi Ali, konu frá Sómalíu, sem flúði þaðan fyrir fjórtán árum og er orðin þingmaður í Hollandi. Hún hefur lengi gagnrýnt ofbeldi á borð við morð múslima á hollenzkum kvikmyndamanni, Theo van Gogh. Stjórnin notar það gegn Hirsi Ali, að hún var með falskt nafn, þegar hún kom til landsins. Hefur hún þó marglýst yfir, að hún var á flótta undan ættingjum. Huglaus stjórnin er að þagga niður í Hirsi Ali til að friða múslima. Hollendingar eru sérdeilis huglausir, hermenn þeirra horfðu á fjöldamorðin í Srebrenica án þess að vernda fórnardýrin.