Hrunverjar Samfylkingarinnar

Punktar

Enn kvarnast úr fylgi ríkisstjórnarinnar á þingi. Sigmundur Ernir Rúnarsson segist uppgefinn á samstarfinu og vill samstarf við hrunverja um atvinnumál. Raunar hefur Sigmundur aldrei átt heima í Samfylkingunni, en hann missti vinnu og lét kippa sér þar inn. Hann hefur ætíð átt samleið með hrunverjum. Ég efast líka um stuðning Magnúsar Orra Schram við ríkisstjórnina, tel hann eiga heima með hrunverjum. Sama er að segja um Árna Pál Árnason, sem samt er ráðherra í ríkisstjórn. Slíkir þingmenn eru oftast ákafir stóriðjusinnar. Styðja óðagot sveitastjórna, sem láta staðreyndir ekki flækjast fyrir sér.