Við heyrum stundum, að ekki sé hægt að kenna frjálshyggju um hrunið. Stefnan hafi ekki brugðizt, heldur mennirnir. Til dæmis felist ekki frjálshyggja í ríkisábyrgð á bönkum, mesta áhrifavaldi hrunsins. Satt að segja er á reiki, hvað sé frjálshyggja, svo miklar þverstæður felast í henni. Hún var alltaf blönduð, vildi einkavæða gróðann og þjóðnýta tapið. Ríkisábyrgð á bönkum var gott dæmi um tvöfeldni frjálshyggjunnar. Hér á landi og í öðrum vestrænum löndum. Við megun ekki gleyma, að sú var stefna landsfeðranna, sem kenndu sig við frjálshyggju. Davíðs Oddssonar, Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen.