Annar stjórnarflokkurinn neitar að taka ábyrgð á Davíð gereyðingarvopni. Hluti ráðherra hins flokksins efast um aðgerðir Seðlabankans, sem njóta hvergi trausts utan landsteina. Samfylkingin hlýtur næst að hrinda Geir Haarde út í nauðsynlegar kosningar. Eftir frammistöðuna í október nýtur Geir einskis trausts. Hann er kominn með Flokkinn niður í 20% og Davíð niður í 10%. Geir getur ekki lengur falið brennuvörgum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka að raða brennuvörgum einkabankanna upp á nýtt. Þjóðin sættir sig ekki við, að brennuvargarnir haldi áfram eins og ekkert hafi í skorizt.