Kreppan í Evrópu er ekki sambærileg við hrun Íslands. Engin leið er að fela stöðuna með því að vísa til vandamála úti í Evrópu. Krónan er farin, búin. Hinn margfrægi botn, sem Geir Haarde er sífellt að finna, er ekki fundinn enn. Hrunið er rétt að byrja. Senn verður lokað fyrir ýmsan rekstur og fólk verður atvinnulaust þúsundum saman. Geir Haarde og Björgvin Sigurðsson tala eins og hægt sé að lina allan skaða hjá öllu fólki. Það er ekki hægt og verður ekki gert. Geir er bara eins konar prestur að róa okkur niður með hefðbundinni prestalygi, áfallahjálp. Til þess að fólk sofni á verðinum.