Hrun Íslands og kreppa vesturlanda síðustu árin sýna siðferðilegt gjaldþrot fjármála. Bankar uxu ríkjum upp fyrir herðar, urðu að stjórnlausu skrímsli. Í skjóli frjálshyggju í pólitík gátu siðblindir og ábyrgðarfælnir bankabófar velt ábyrgð og tjóni yfir á skattgreiðendur. Þótt það sé á almanna vitorði, er ekkert gert til að leiðrétta kúrsinn. Enn stjórna bófar bönkunum. Enn þyrstir bankastjóra í áhættu á kostnað skattgreiðenda. Enn eru glæpir banka huldir bankaleynd. Stjórnvöld vesturlanda þurfa að afnema bankaleynd, reka fíklana og gera bankana ábyrga. Annars verða bara ný hrun á hrun ofan.