Sjálfstæðisflokkurinn sáði til hrunsins með því að taka upp nýfrjálshyggju í bankamálum með aðstoð Framsóknar. Og með því að setja höfuð frjálshyggjunnar í sæti Seðlabankastjóra. Að þessu fráskildu er ábyrgð Samfylkingarinnar hin sama og Sjálfstæðisflokksins. Það var núverandi ríkisstjórn, sem breytti kreppu í hrun. Hún gerði það með því að taka hvorki mark á innlendum né erlendum aðvörunum. Sennilega af hreinu trúarofstæki. Að minnsta kosti frá í apríl keyrðu stjórnarflokkarnir saman í algerum hroka beint út í fenið.