Hringlað með klukkuna

Punktar

Rök fyrir færslu klukkunnar um einn tíma, kl.8 á morgnana verði kl.7, snúast um, að það sé réttari klukka og þægilegri fyrir skólafólk. Síðara atriðið má leysa með því að láta skólana byrja kl.9 eða kl.10, í stað kl.8. Fyrra atriðið veldur vanda í samskiptum við Vestur-Evrópu, betra er að vera sem næst henni í tíma. Ég tel, að þetta geti komið í stað þess að hringla með klukkuna. Nái umræða um styttingu vinnutíma árangri, má hefja vinnu klukkutíma síðar en nú. Án þess að hringla með klukkuna hjálpar það til að lina þjáningar sums fólks, sem er nánast lamað að morgni dags. Klukkumálið hefur oft verið á dagskrá og jafnan verið ýtt til hliðar.