Hreyfingin á réttu róli

Punktar

Hreyfingin hyggst leggja fram lagafrumvarp um, að allar aflaheimildir fari á uppboð. Þannig fær þjóðin eðlilegan arð af eign sinni. Enga mektarmenn þarf til að ákveða, hver skuli vera arður þjóðarinnar. Markaðslögmálin sjá um það sjálf. Frumvarpið felur í sér staðfestingu á, að auðlind hafsins hafi um langan aldur verið eign þjóðarinnar. Hún ber ekki ábyrgð á, að kvótagreifar hafa eignað sér auðlindina. Né heldur, á kaupum og sölum kvótagreifanna á auðlindinni og veðsetningu hennar í bönkum. Það eru allt ógildir gerningar. Styðjum frumvarp Hreyfingarinnar og höfnum frumvarpi ríkisstjórnarinnar.