Aðild Hreyfingarinnar að ríkisstjórnarsamstarfinu mundi verða til bóta. Kæmi hreyfingu á ryðgaða framvindu fyrningar kvóta í sjávarútvegi og breytingar á stjórnarskrá. Ennfremur kæmi aðildin hreyfingu á aðgerðir gegn verðtryggingu fjárskuldbindinga. Ríkisstjórnin hefur staðnað á þessum sviðum. Þarf líka færi á að losna úr bóndabeygju Jóns Bjarnasonar, sem prívat og persónulega klúðraði fyrningunni. Hún hefur lengi verið í gíslingu hans vegna of lítils meirihluta. Þarf líka að losna við Árna Pál Árnason, sem alls ekki á heima í félagshyggjustjórn. Hún þarf Hreyfinguna til að koma hreyfingu á loforð sín.