Hrafninn tekur við

Punktar

Hrafninn er orðinn að einkennisfugli Seltjarnarness. Tugum saman vokir hann yfir hreppnum og hreppstjóranum, þótt mér finnist þar hljóta að vera lítið æti fyrir hrafn, síðan menn hættu að gera þar að fiski. En hann deyr ekki bjargarlaus og leitar sér að fæðu í fjörunni, þar sem hann hefur greinilega hrakið brott mávana, sem áður fóru um í flokkum. Æðarfugl lætur sér hins vegar fátt um hrafninn finnast. Gaman væri að vita, hvað sérfræðingar segja um þessa breytingu á fuglalífi, hvort þetta er í stíl við önnur pláss eða hvort þetta er ný hegðun hjá hrafninum.