Hraðfólkið missir af lífsgæðum

Punktar

Sala á appelsínum minnkar á Vesturlöndum, því að nútímafólk nennir ekki að afhýða þær, drekkur bara safa. Fólk hefur svo mikið að gera, að það fer á mis við ánægjuna af því að handleika góðan mat með puttunum. Fólk vill ekki heldur skræla kartöflur og kaupir franskar. Hádegismatur nútímamanns tekur bara kortér, stundum við skrifborðið. Í stað þess að snæða í hálfan annan tíma eins og sumir Frakkar gera. Eða sötra te í fjóra tíma eins og sumir Japanir gera. Fólk fer á hraðferð í ræktina í stað þess að rölta úti í klukkutíma í góðu sambandi við náttúruna. Hraðfólkið missir af lífsgæðunum.