Skrítið er, hversu margir erlendir ráðamenn trúa á hindranir í vegi aðildar að Evrópusambandinu. Daglega eru menn í Bretlandi og einkum þó í Hollandi að hóta þessu. Eins og þeir haldi, að Íslendingar vilji ganga inn. Samt eru til skoðanakannanir, sem segja alla söguna um andúðin á sambandinu. Ég skil vel, að grónar Evrópuþjóðir haldi, að sambandið sé svakalegur segull. Svo er alls ekki í þessu tilviki. Hótanir erlendra ráðamanna virka eins og loforð eða englasöngur í eyrum Íslendinga. Erlendar fréttastofur og fjölmiðlar hafa ekki staðið sig nógu vel við að útskýra sérkennilega aðildarumsókn okkar.