Davíð Oddsson hótar að snúa aftur í pólitíkina, verði hann rekinn úr starfi seðlabankastjóra. Hann segir það í viðtali við Bent A. Koch, ritstjóra Fyens Stiftstidende í Danmörku. Segist vilja sitja í embætttinu í nokkur ár til viðbótar. Líklegt er, að þessi hótun skelfi Geir Haarde. Hann hefur í tvo mánuði þumbast gegn því að reka manninn, sem afnam bindiskyldu bankanna. Þessi innanhússvandi Sjálfstæðisflokksins er stór þáttur í tjóni lands og þjóðar. Hins vegar segja skoðanakannanir, að sérframboð Davíðs muni fá lítið sem ekkert fylgi. Ótti við hótanir Davíðs má ekki stýra björgunaraðgerðum.