Hörður og víkingarnir

Punktar

Hafið þið tekið eftir, að ólæti verða jafnan, er Hörður Jóhannesson stýrir aðgerðum löggunnar. En aldrei, þegar Geir Jón Þórisson stýrir þeim. Þannig getur lögreglustjórinn í Reykjavík stjórnað ofbeldinu með því að hafa annað hvort Hörð eða Geir Jón á vaktinni. Það er að segja, ef sérsveitin mætir ekki. Mállausir fasistar eru ávísun á slagsmál. Þannig andar Haraldur Johannessen herforingi aftan á hálsinn á Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra, ef sá síðari er of linur í baráttu stríðsráðuneytisins gegn almenningi.