Sum íslenzk reiðmennska hefur oft verið mér undrunarefni. Hestum er haldið á skeiði með taumkippum í hverju spori. Þeir eru á hófhlífum, svo að þeir slái sig ekki, sem er merki um, að þeir geti raunar ekki skeiðað. Hestum er lyft í tölti í brattan háls og látnir tæta völlinn. Það finnst Íslendingum flott, en öðrum þykir það ljótt. Hestarnir eru þyngdir að framan til að framkalla óeðlilegt framfótahopp. Knapar skekjast um í hnakki í stað þess að líða fram í lygnum straumi. Keppnisreglur og dómvenjur stuðla að slíkri vitleysu. Ræktun hrossa miðast ekki við hross með áreynslulausum góðgangi.