Hópefli bankaleyndar

Punktar

Egill Helgason kallar það réttilega hópefli. Nokkrir talsmenn bankaleyndar tala á ráðstefnu á föstudaginn. Í skjóli Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra og lagadeildar Háskóla Íslands. Þeir munu þar verjast gagnrýni á bankaleynd. Munu leggja til lagfæringar á henni, þótt nauðsyn krefjist, að hún verði lögð niður. Bankaleynd er krabbamein fjármálanna, hindrar eðlilegt gegnsæi og jafna stöðu viðskiptaaðila. Gylfi og ríkisstjórnin styðja krabbameinið. Leyfa huliðshjálm yfir gerðum skilanefnda. Leyfa Gunnari Þ. Andersen í Fjármálaeftirlitinu að hundelta blaðamenn í stað þess að vinna vinnuna sína.