Enn er kominn nýr dagur og enn höfum við ekki fengið neitt að vita. Þjóðin veit ekki enn, hverjir höfðu frumkvæðið, hverjir höndluðu peningana og hverjir vissu hvað. Bjarni Benediktsson flokksformaður ætlar að segja okkur eitthvað af þessu síðar. Kannski eftir kosningar. Þetta er nú allt gegnsæið í Sjálfstæðisflokknum eftir allt lofið um nýja formanninn. Hann ætlar að geyma mesta stjórnmálahneyksli lýðveldisins niðri í skúffu hjá sér að sinni. Meðan forustumenn félaga og hverfa flokksins hafa skipzt í tvær fylkingar með og móti Guðlaugi Þórðarsyni. Formaðurinn höndlar ekki heita kartöflu.