Höguðu sér illa

Punktar

Stóru bankarnir á Íslandi, einkum Kaupþing, eru í vanda staddir, af því að ýmsir fjölmiðlar og ýmsar fjármálastofnanir hafa varað við þeim. Aðrir fjölmiðlar og fjármálastofnanir segja þetta vera ýkt viðbrögð. Þegar sé gert ráð fyrir stöðu bankanna í lánskjörum þeirra erlendis. En umræðan skaðar þá, því að hún leiðir til verri kjara bankanna. Uppruninn er sálrænn, íslenzkir bankastjórar kunni ekki að haga sér innan um fólk, komi fram eins og gróðafíknir yfirgangsmenn. Þeir virðast geta það í fámenninu, en ekki í útlöndum.