Höfuðpaur vísar á hina

Punktar

Bragð er að, þegar höfundar hrunsins eru farnir að segja hver til annars. Nú segir höfuðpaurinn, Davíð Oddsson, að hrunið sé öllum hinum að kenna. Þeir hafi vitað það í febrúar. Hann kennir ríkisstjórn, fjármálaeftirliti, útrásarvíkingum og fjölmiðlum um. Ekki sjálfum sér. Var þó forsætisráðherra, þegar bankarnir voru einkavinavæddir og búinn til skortur á regluverki og eftirliti. Hefur þó verið Seðlabankastjóri síðan hann hætti í pólitík. Stýrði hruni Glitnis og olli álitshruni Íslands. Lýsti yfir, að vandinn yrði leystur með kennitölusvindli og æsti Bretland til aðgerða. Hann er sekastur.