Höftin virka ekki

Punktar

Gjaldeyrishöft Geirs og Davíðs virka ekki og munu ekki virka. Lítið rjátlast inn af gjaldeyri. Útflutningsatvinnuvegir selja gjaldeyri sinn svart. Hann kaupa erlendir seljendur jöklabréfa, sem þurfa að losna við krónur. Þetta er ólöglegt, en viðgengst samt. Raungengið á svarta markaðinum er mun lakara en gengið á opinberum bankamarkaði. Mánuðum saman þarf Seðlabankinn að puðra út erlenda gjaldeyrisforðanum. Honum er fórnað í fáránlega tilraun til að halda uppi óraunhæfu krónugengi. Jóhönnu og Öygard ber engin skylda til að halda þessu áfram. Tilraunin er löngu er orðin misheppnuð og hefur ekkert skánað.