Fyrirhugaðar greiðslur úr peningamarkaðssjóðum eru góðar. Engir geta búizt við að fá allt sitt til baka úr þessum gróðasjóðum. Enda var inneignin orðin ofmetin. Fólk valdi þessa leið frekar en áhættufælnari. Ríkisstjórnin leggur til, að sjóðirnir verði gerðir upp. Fyrst fái menn endurgreitt laust fé og síðan restina eftir því sem hún innheimtist hjá skuldunautunum. Gert er ráð fyrir mánaðarlegum útborgunum. Þetta er fín leið. Ríkisvaldinu ber ekki skylda til að vernda gróðafíkn og áhættusækni. Hlutverk stjórnvalda er að vernda smælingja, sem ekkert eiga. Ekki þá sem eiga sitt af hverju tagi.